Þjóðminjasafn Íraks opnað á ný

Þjóðminjasafn Íraks í Baghdad var opnað með hátíðlegri viðhöfn í dag. Yfirvöld í landinu hafa unnið að því í 12 ár að safna aftur saman safngripum sem stolið var á meðan á innrás Bandaríkjanna í landið stóð. Enn sem komið er hefur Írak aðeins endurheimt þriðjung þeirra 15 þúsund safngripa sem rænt var. 

„Í dag eru skilaboðin frá Baghdad skýr, frá landi Mesópótamíu,“ sagði forsætisráðherrann Haider al-Abadi við opnun safnsis. „Við munum vernda menninguna og við munum ná í skottið á þeim sem vilja eyða henni.“

Opnunni fór fyrr fram en áætlað var en henni var flýtt sem svar við eyðileggingu Ríkis íslam á fornminjum og menningarverðmætum í írösku borginni Mosul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert