Sjást á tyrkneskum öryggismyndavélum

Ljósmynd úr öryggismyndavél sem talin er sýna stúlkurnar.
Ljósmynd úr öryggismyndavél sem talin er sýna stúlkurnar.

Nýjar myndir úr eftirlitsmyndavélum virðast sýna bresku skólastúlkurnar Shamima Begum, Amira Abase og Kadixa Sultana í Tyrklandi á leið sinni til að ganga til liðs við Ríki íslam í Sýrlandi.

Stúlkurnar sem eru 15 og 16 ára flugu frá London til Istanbúl þann 17. febrúar og sýna myndirnar þær bíða á rútubiðstöð í hverfinu Bayrampasa seinna þann dag. Samkvæmd BBC telur skoska lögreglan að nemendurnir séu nú í Sýrlandi og er talið að þær hafi mælt sér mót við herskáa íslamista á landamærunum.

Talið er að stúlkurnar hafi beðið á skrifstofu tveggja rútufyrirtækja sem aka frá biðstöðinni í 18 klukkutíma áður en þær tóku rútu til borgarinnar Urfa, sem er nálægt landamærum Sýrlands og Tyrklands, þann 18. febrúar. Þaðan er talið að smyglarar hafi ekið þeim yfir landamærin.

Stúlkurnar flugu frá Gatwick til Tyrklands eftir að hafa sagt foreldrum sínum að þær hyggðust vera úti allan daginn. Fjölskyldur þeirra hafa biðlað til stúlknanna að snúa heim á ný. 

Yfirvöld í Tyrklandi hafa sagt að nauðsynlegum aðgerðum til að koma ná til stúlknanna á leið þeirra til Sýrlands hefði verið hægt að hrinda í framkvæmd hefði vitneskja um málið borist þeim fyrr. Skoska lögreglan hefur neitað ásökunum um að hafa beðið í þrjá daga með að upplýsa tyrknesk yfirvöld um hvarf stúlknanna og segist hafa byrjað að vinna með tyrkneskum lögregluyfirvöldum sama dag og þær fóru frá Bretlandi.

Stúlkurnar við rútubílstöðina.
Stúlkurnar við rútubílstöðina.
Talið er að stúlkurnar hafi beðið í 18 tíma.
Talið er að stúlkurnar hafi beðið í 18 tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert