Rann útaf brautinni

Farþegaþota á vegum Delta rann útaf flugbrautinni við LaGuardia-flugvöll í New York um kl. 16 í dag. Björgunarmenn aðstoðuðu 127 farþega og fimm áhafnarmeðlimi við að komast frá borði en enginn slasaðist alvarlega í óhappinu.

Flugvellinum var lokað í kjölfarið og flugi beint annað, en vetrarstormur geisar nú víða í Bandaríkjunum.

Nýbúið var að ryðja flugbrautina þegar vélin lenti og flugmenn annarra véla höfðu sagt aðstæður til að bremsa góðar. Vélin, sem var á leið frá Atlanta, snérist hins vegar til vinstri rétt eftir að hjól hennar lentu á malbikinu.

Vélin lak eldsneyti um tíma en björgunarmönnum tókst að stöðva lekann.

Skólar, fyrirtæki og stofnanir voru víða lokaðar í dag vegna veðurs. Í Kentucky sátu ökumenn fastir í bílum sínum síðustu nótt. Þá voru 82 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Virginíu. Yfir 4.000 flugferðum hefur verið aflýst.

BBC sagði frá.

Lögregla New York-borgar dreifði þessari mynd af vélinni til fjölmiðla.
Lögregla New York-borgar dreifði þessari mynd af vélinni til fjölmiðla. AFP
Snjóruðningstækið á lítið í ofankomuna.
Snjóruðningstækið á lítið í ofankomuna. AFP
Að minnsta kosti 4.000 flugferðum hefur verið aflýst.
Að minnsta kosti 4.000 flugferðum hefur verið aflýst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert