Níu ára með alvarlega höfuðáverka

Jacobeth Nilah er níu ára gömul.
Jacobeth Nilah er níu ára gömul. Skjáskot af Twitter.

Jacobeth Nilah er níu ára gömul. Hún er ein þeirra sem slasaðist þegar fellibylurinn Pam olli gríðarlegri eyðileggingu á Vanuatu-eyjum í Suður-Kyrrahafi um helgina.

Stúlkan hlaut alvarlega höfuðáverka þegar þak hrundi á höfuð hennar. Móðir Nilah og bróðir létu lífið í fellibylnum.

Óttast er um líf stúlkunnar. Að sögn lækna á sjúkrahúsinu þar sem hún dvelur þarf að flytja hana þaðan, enda urðu skemmdir á búnaði sjúkrahússins í fellibylnum og er ekki hægt að gera aðgerð á henni.

Eini læknir spítalans óskaði eftir aðstoð fyrir Nilah í gær og segist í samtali við CNN vona það besta.

Hér má sjá mynd af stúlkunni. 

Þurfa sárlega á hjálp að halda

Öll þróun þurrkaðist út

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert