Glímdi við alvarlegt þunglyndi

Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem ljóst þykir að hafi brotlent vélinni …
Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem ljóst þykir að hafi brotlent vélinni viljandi. AFP

Aðstoðarflugmaðurinn sem talinn er hafa lækkað flug þotu Germanwings vísvitandi og brotlent henni leitaði sér hjálpar vegna alvarlegs þunglyndis árið 2009 og hitti enn reglulega lækna vegna veikinda sinna.

Þýska blaðið Bild fjallar um þetta í dag og segist hafa gögn þess efnis eftir undir höndum. Maðurinn, Andreas Lubitz, sem var 28 ára, tók sér hlé frá flugnámi árið 2008. Hann lauk síðar náminu og hlaut réttindi til að fljúga Airbus A320 árið 2013.

Samkvæmt heimildum Bild, sem koma frá eftirlitsstofnun með loftflutningum, glímdi Lubitz við þunglyndi og kvíða og tók sér því hlé frá náminu.

Lögregla gerði húsleit í íbúð Lubitz í Düsseldorf í gær og einnig á heimili foreldra hans í Montabaur. Fjarlægði lögregla nokkra kassa með eigum mannsins úr húsunum tveimur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert