Fundu geðlyf á heimili Lubitz

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem flaug vélinni á fjallið.
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem flaug vélinni á fjallið. AFP

Þýska lögreglan fann geðlyf á heimili Andreas Lubitz, flugmannsins sem grandaði farþega­flug­vél Ger­manw­ings í frönsku ölp­un­um. 

Rannsóknarlögreglumenn sem leituðu á heimili hans í Duesseldorf fundu fjölda lyfja sem notuð eru til meðferðar á geðrænum veikindum. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Welt am Sonntag weekly í dag.

„Hinn 27 ára gamli Lubitz hefur verið í meðferð hjá nokkrum geðlæknum og sálfræðingum,“ er haft eftir ónefndum rannsakenda málsins í fréttinni.

Þá kemur fram að ekkert bendi til þess að Lubitz hafi átt við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða. Hann hafi þó verið undir miklu álagi og var mjög þunglyndur samkvæmt persónulegum bréfum sem fundust á heimili hans. 

AFP fréttastofan segir franska og þýska rannsakendur málsins hafa neitað að tjá sig um málið. 

Þýskir saksóknarar segja Lubitz hafa falið veikindi sín frá flugfélaginu, en læknar höfðu mælst til þess að hann færi í veikindaleyfi á þeim tíma sem slysið varð. Á föstudag fund­ust á heimili hans lækn­is­vott­orð sem búið var að rífa.

Lubitz leitaði tvisvar á sjúkra­hús ný­verið. Í fe­brú­ar leitaði hann álits lækn­is vegna sjúk­dóms­grein­ing­ar. Síðari heim­sókn­in var þann 10. mars.

Talið er að Lubitz hafi lækkaði flug vél­ar­inn­ar vís­vit­andi og í kjöl­farið brot­lent vél­inni. Flug­stjór­inn hafði brugðið sér á kló­settið eft­ir að vél­in náði fullri flug­hæð, 38 þúsund fet­um. Hann komst aldrei aft­ur inn í flug­stjórn­ar­klef­ann þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir.

Menn fylgjast með annarri flugvél Germanwings hefja sig til lofts.
Menn fylgjast með annarri flugvél Germanwings hefja sig til lofts. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert