Kvartaði undan sjóntruflunum

Þyrla flýgur yfir bæinn Seyne-les-Alpes, nálægt slysstaðnum í frönsku Ölpunum.
Þyrla flýgur yfir bæinn Seyne-les-Alpes, nálægt slysstaðnum í frönsku Ölpunum. AFP

Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem grandaði farþegaflugvél Germanwings í frönsku ölpunum, er sagður hafa leitað til augnlæknis fyrir stuttu, vegna sjóntruflana. 

Þetta kemur fram hjá dagblaðinu New York Times en þeir vitna í heimildarmenn sem þekkja til rannsóknarinnar á slysinu. Er talið að sjóntruflanirnar hafi verið þess eðlis að mögulega hafi starfsferill hans hjá flugfélaginu verið í hættu ef upp hefði komist um þær.

Það er ekki vitað hversu miklar sjóntruflanirnar voru. Ekki er talið útilokað að sjóntruflanirnar hafi tengst geðræðnum vandamálum hans, að sögn heimildarmanns blaðsins. 

Vinir Lubitz hafa áður greint frá því að flugmannsstarfið hafi verið honum gríðarlega mikilvægt en hann hóf að æfa svifflug þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall.

Lögreglan hefur rannsakað íbúð Lubitz og fann þar gögn sem sýna að læknar hafi mælst til þess að hann fari í veikindaleyfi á þeim tíma þegar slysið varð. 

Andreas Lubitz.
Andreas Lubitz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert