Leggja veg að slysstaðnum

Verið er að leggja veg að slysstaðnum til að auðvelda …
Verið er að leggja veg að slysstaðnum til að auðvelda vinnu rannsakenda. AFP

Franskar björgunarsveitir sem unnið hafa á slysstaðnum þar sem þota Germanwings brotlenti, eru nú í óða önn að leggja veg að slysstaðnum. Á það að flýta fyrir öllum samgöngum á svæðinu.

Þotan brotlenti í fjalllendi sem er afar torfarið.  Nauðsynlegt er að samgöngur séu í lagi svo hægt sé að flytja leitarmenn, heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn á svæðið með sem minnstri fyrirhöfn. 

Rannsóknardeild lögreglunnar hefur nú þegar fundið sýni úr 78 farþegum og hefur verið borið kennsl á þá. Allir 150 farþegarnir í vélinni létu lífið. Starf rannsóknarmanna er erfitt því lítið er eftir af þotunni þar sem hún lenti á kletti á 700 km/klst. hraða. Er búið að finna á milli fjögur og sex hundruð líkamsparta sem verið er að bera kennsl á og liggja þeir dreifðir um gríðarlega stórt svæði. 

„Ekki hefur ennþá fundist líkamspartur eða líffæri sem er í heilu lagi,“ segir Patrick Touron hjá frönsku lögreglunni í samtali við The Guardian

Sjá frétt Politiken

Á milli fjögur og sex hundruð líkamspartar hafa fundist á …
Á milli fjögur og sex hundruð líkamspartar hafa fundist á slysstað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert