Sarkozy sýnir styrk sinn

Allt stefnir í að kosningabandalag Sarkozys nái meirihluta í á …
Allt stefnir í að kosningabandalag Sarkozys nái meirihluta í á bilinu 66-70 sýslum eftir kosningarnar í dag. AFP

Önnur umferð í sýslukosningunum í Frakklandi fór fram í dag og varð lítil breyting á þeirri sveiflu sem hófst í fyrri umferðinni, þar sem kjósendur fylktu sér í miklum mæli að hægriflokki Nicolas Sarkozy, UMP, og flokki Marine Le Pen, Front Social. 

Kosningabandalag Sarkozys er í dag talið hafa náð meirihluta í á bilinu 66-70 sýslum. Sósíalistaflokkurinn í á bilinu 27-31 en Front National ekki í neinni sýslu. Þrátt fyrir þetta eru niðurstöðurnar taldar vera mikill sigur fyrir Maríu Le Pen þar sem flokkurinn er með um 25% fylgi á landsvísu, þrátt fyrir að vera hvergi í meirihluta.

Bæði Sarkozy og Le Pen fögnuðu niðurstöðunni, og sagði Le Pen þetta sýna þær breytingar sem flokkurinn er að gera á pólitíska landslaginu í Frakklandi.

Sósíalistaflokkurinn galt afhroð í kosningunum og missti flokkurinn meirihluta á svæðum sem talin voru sterk vígi flokksins eins og í norðurhluta Lille og Côtes d'Armor í Brittanníu.

Margir vilja nota sýslukosningarnar til þess að greina pólitíska landslagið fyrir forsetakosningarnar árið 2017. Nokkrar kosningaspár spá því að María Le Pen gæti komist í aðra umferð forsetakosninganna með því að slá út annan hinna frambjóðandanna. Hún er þó ekki talin líkleg til þess að sigra í síðari umferðinni.

Sjá frétt The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert