Vilja panta nýjar „Air Force One“

Air Force One af gerðinni Boeing 747-200.
Air Force One af gerðinni Boeing 747-200. AFP

Bandaríska varnamálaráðuneytið veltir nú upp möguleikanum á að kaupa þrjár nýjar þotur fyrir forseta Bandaríkjanna þar sem þeir telja núverandi flota úreltan. Er talið að verðmiðinn gæti orðið að minnsta kosti þrír milljarðar bandaríkjadollarar.

Nýju vélarnar yrðu af gerðinni Boeing 747, sérstaklega hannaðar fyrir herinn. Amy McCain, herforingi í bandaríska lofthernum, segir að það muni borga sig til langs tíma að skipta út flotanum. 80 manna teymi er nú að störfum við að þarfagreina verkefnið.

„Núverandi floti er frá árinu 1991 og eru vélarnar einu Boeing 747-200 sem eru enn í notkun í Bandaríkjunum. Það mun spara okkur mikinn tíma og tilkostnað að kaupa nýjar vélar,“ segir McCain í samtali við Fox News.

„Aðalatriðið er að við fáum vél sem henta þörfum forsetans, og við munum að öllum líkindum þurfa þrjár,“ bætir McCain við.

Stefnt er að því að samningar við Boeing takist á þessu ári og að vélarnar verði teknar í gagnið árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert