Lubitz glímdi við sjálfsvígshugsanir

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem flaug vélinni á fjallið.
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem flaug vélinni á fjallið. AFP

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem grunaður er um að hafa grandað flugvél Germanwings í síðustu viku, gekkst undir meðferð hjá sálfræðingi vegna sjálfsvígshugsana í nokkur ár.

Þetta segir talsmaður saksóknara í Dusseldorf í Þýskalandi. Nokkru seinna fékk Lubitz flugmannsleyfi en í gögnunum sem hann skilaði voru engar upplýsingar um veikindi hans.

Enn liggur ekki fyrir af hverju Lubitz grandaði vélinni en rannsóknarlögregla fer nú í gegnum gögn sem fundust á heimili hans og þær upplýsingar sem til eru um manninn.

Búið er að greina líkamsleifar 80 þeirra sem voru í flugvélinni. 150 manns voru um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert