Mjótt á mununum í Nígeríu

Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, hefur nauma forystu í forsetakosningunum, sem fóru fram um helgina, þegar fyrstu tölur hafa verið birtar.

Aðeins munar um tuttugu þúsund atkvæðum á honum og aðalandstæðingi hans, fyrrverandi aðalshershöfðingjanum Muhammadu Buhari. Jonathan hefur hlotið 2.322.734 atkvæði en Buhari 2.302.978 atkvæði.

Gert er ráð fyrir að úrslitin liggi fyrir á morgun, þriðjudag.

Báðir frambjóðendurnir hafa heitið því að stöðva ofbeldið sem hefur verið áberandi í landinu vegna framgöngu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Frá árinu 2009 hafa liðsmenn samtakanna myrt þúsundir og þvingað milljónir manna til að flýja heimili sín í norðausturhluta Nígeríu.

Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan.
Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert