Lufthansa vissi af veikindum Lubitz

Lufthansa hafði upplýsingar um veikindi aðstoðarflugmannsins.
Lufthansa hafði upplýsingar um veikindi aðstoðarflugmannsins. AFP

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, upplýsti flugfélagið Lufthansa árið 2009 um að hann hefði nýlega glímt við alvarlegt þunglyndi. Flugfélagið greindi frá þessu í dag og hefur afhent saksóknurum gögn þess efnis.

Þýskir saksóknarar sögðu í gær að Lubitz hefði glímt við sjálfsvígshugsanir fyrir nokkrum árum, áður en hann gerðist flugmaður. Læknar sem hann hitti síðustu ár fundu engin merki um að hann vildi vinna sjálfum sér eða öðrum mein.

Rifin veikindavottorð fundust á heimili Lubitz og eru þau talin gefa til kynna að aðstoðarflugmaðurinn hafi viljað fela veikindi sín, hver sem þau voru, fyrir yfirmönnum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert