Varð undir legsteini og dó

Mynd úr safni af legsteinum.
Mynd úr safni af legsteinum. AFP

Bandarískur maður sem var að skreyta leiði móður sinnar fyrir páskahátíðina lést í gær eftir að legsteinninn féll ofan á manninn og drap hann.

Slysið er rakið til þess að hlýtt vorveður að undanförnu hefur þítt jörðina hratt og því minni festa í jarðveginum undir legsteininum sem féll og hafnaði á hinum 74 ára gamla Stephen Woytack, samkvæmt frétt Scranton Times-Tribune.

Óhappið átti sér stað í Lackawanna sýslu í norðausturhluta Pennsylvaníu. Legsteinninn er úr granít og vegur 140-180 kíló.

Samkvæmt frétt blaðsins komu þau Woytack og eiginkona hans Lucy mörgum sinnum á ári í St. Joseph's kirkjugarðinn. Í þetta skiptið var Woytack að laga til skrautstyttu á legsteininum þegar hann féll og  Woytck varð undir. Eiginkona hans kallaði  til hjálp en starfsmaður í kirkjugarðinum gat hins vegar ekki lyft legsteininum af manninum og það var ekki fyrr en lögregla kom á vettvang að hægt var að lyfta honum en þá var það of seint og Woytack látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert