Vill auka samræmi í refsingum

Barack Obama mildaði dóma 22 fanga í dag.
Barack Obama mildaði dóma 22 fanga í dag. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti mildaði í dag dóma 22 fanga sem sitja í fangelsi vegna fíkniefnabrota, en um er að ræða aðgerðir til að auka sanngirni í ákvörðun refsinga. Fangarnir, sem margir voru dæmdir í áratugalangt fangelsi vegna kókaín-tengdra brota, verða látnir lausir 28. júlí næstkomandi.

„Ég samþykki umsókn þína vegna þess að þú hefur sýnt vilja til að snúa við blaðinu,“ segir í bréfi forsetans til fanganna. „Ég hef trú á getu þinni til að sanna fyrir efasemdamönnum að þeir hafi rangt fyrir sér.“

Samkvæmt Hvíta húsinu voru margir fanganna dæmdir í fangelsi á grundvelli úrelts refsikerfis. „Þeir hafa afplánað árum, í sumum tilfellum meira en áratugum, lengur en einstaklingar sem dæmdir eru fyrir sama glæp í dag,“ sagði talsmaður Hvíta hússins.

Obama hefur mildað dóma 43 einstaklinga, en George W. Bush mildaði dóma 11 samtals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert