Guardian segir skilið við kolefnaeldsneyti

Lokað kolaver í Úkraínu. Skilja þarf meirihluta jarðefnaeldsneytisforða jarðar eftir …
Lokað kolaver í Úkraínu. Skilja þarf meirihluta jarðefnaeldsneytisforða jarðar eftir neðanjarðar ef menn ætla að forða verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. AFP

Guardian Media Group (GMG), eigandi breska blaðsins The Guardian, hefur tilkynnt að félagið ætli að selja allar eigur sínar sem tengjast kolefnaeldsneyti. Fjárfestingasjóður félagsins ræður yfir um 800 milljónum punda og er hann sá stærsti sem ætlar að hætta fjárfestingum í kolum, gasi og olíu hingað til.

Tilkynnt var um ákvörðunin í dag en The Guardian hefur nýlega hafið herferð undir yfirskriftinni „Keep it in the ground“ sem gengur út á að hvetja til þess að kolefnaeldsneyti eins og kol, gas og olía verði skilin eftir í jörðinni frekar en vinna hana. Vísindamenn hafa sagt að til þess að koma í veg fyrir verstu áhrif loftslagsbreytinga af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda þurfi að skilja meirihluta þekkts jarðefnaeldsneytisforðar jarðar eftir neðanjarðar.

„Þetta er harðsvíruð viðskiptaákvörðun en gildi fyrirtækisins okkar hefur áhrif á hana. Þetta er heildstæð ákvörðun sem tekur þetta allt með í reikninginn,“ segir Neil Berkett, stjórnarformaður GMG.

Eignir í jarðefnaeldsneytisgeiranum hafi skilað tiltölulega lítilli ávöxtun undanfarin ógn og þeim stafaði hætta af frekari aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því segir Berkett að ákvörðunin hafi átt sér fjárhagslega og siðferðislega stoð.

Frétt The Guardian um ákvörðun Guardian Media Group

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert