Lambið líkist gömlum manni

Hér má sjá lambið fræga.
Hér má sjá lambið fræga. Skjáskot af vef Telegraph

Það eru ekki aðeins Íslendingar sem hafa gaman af aprílgöbbum, siðurinn hefur náð að skjóta rótum víða um heim. Margir fjölmiðlar og fyrirtæki brugðu á leik og reyndu að gabba lesendur og viðskiptavini.  

Telegraph greindi frá því í dag að lamb sem kom í heiminn í Chirka í Rússlandi líktist á vissan hátt frekar manni en dýri. Haft var eftir eiganda dýrsins að hann hafi verið afar ánægður þegar í ljós kom að móðir lambsins átti von á sér eftir harðan vetur. Þegar hann fór að líta til með móðurinni brá honum aftur á móti verulega en þá mætti andlit sem líktist loðnum, fúlum eldri manni. 

Google tilkynnti að nú væri hægt að spila Pac Man í Google Maps, Samsung greindi frá nýjum snjallhníf sem hefur sömu eiginleika og sími og Economist sagði frá því að forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, hefði skorað á Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í glímu.

Honda auglýsti nýja gerð af HR-V, sjálfu-bíl sem auðveldar ökumönnum að taka sjálfur á meðan á akstri stendur og Sun sagði að nú hefði loksins verið ákveðið Simon Cowell fengi að prýða peningaseðil. 

<blockquote class="twitter-tweet">

EXCLUSIVE: Simon Cowell’s face to appear on £5 notes... <a href="http://t.co/x18ZlDZdyJ">http://t.co/x18ZlDZdyJ</a> <a href="http://t.co/7i2S4nplVH">pic.twitter.com/7i2S4nplVH</a>

— The Sun (@TheSunNewspaper) <a href="https://twitter.com/TheSunNewspaper/status/583159862772805632">April 1, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Telegraph greindi frá því að til stæði að breyta Skakka turninum í hótel og Burger King í Japan auglýsti sérstakt ilmvatn sem fær þann sem notar það til að lykta eins og grillaður hamborgari.

<blockquote class="twitter-tweet">

Taking the Pisa? Leaning Tower to become luxury hotel... <a href="https://twitter.com/urban_achiever">@urban_achiever</a> reports <a href="http://t.co/2wq1CZ7nG1">http://t.co/2wq1CZ7nG1</a> <a href="http://t.co/Y8lox6Ieej">pic.twitter.com/Y8lox6Ieej</a>

— The Hotelegraph (@TheHotelegraph) <a href="https://twitter.com/TheHotelegraph/status/583173166811508736">April 1, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Þá sagðist Jeremy Clarkson ætla að einbeita sér að umhverfismálum eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá BBC. 

Samsung greindi frá nýjum snjallhníf sem hefur sömu eiginleika og …
Samsung greindi frá nýjum snjallhníf sem hefur sömu eiginleika og sími. Ljósmynd/Samsung
Google tilkynnti að nú væri hægt að spila Pac Man …
Google tilkynnti að nú væri hægt að spila Pac Man í Google Maps. Ljósmynd/Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert