Líkin voru hulin grænum regnjakka

Peter og Jane kynntust í Bretlandi þegar þau voru aðeins …
Peter og Jane kynntust í Bretlandi þegar þau voru aðeins þrettán ára gömul. Ljósmynd/Wikipedia

„Við sáum sáum þau á sófanum, hulin grænum regnjakka sem Jean keypti nýlega. Þau voru næstum alveg hulin, aðeins fætur þeirra voru sýnilegir.“

Þetta segir vinkona hjónanna sem fundust látin í einbýlishúsi í bænum Xalo á Spáni á mánudag. Hún og eiginmaður hennar fundu fólkið í faðmlögum og voru skotsár á líkömum þeirra.

Frétt mbl.is: Hjónin settu húsið á sölu í febrúar

Bílar Peters og Jane Tarsey stóðu óhreyfðir í innkeyrslunni og mátti heyra hund þeirra gelta í  húsinu. Hjónin höfðu ætlað að mæta í matarboð til vina sinna en þegar þau létu ekki sjá sig fór fólkið að óttast um þau.

Konan segir að þau hafi verið nokkuð viss um að Peter og Jane væru undir jakkanum en maður hennar dró jakkann af þeim til að vera viss. Í ljós komu lík hjónanna. Peter var skotinn í hálsinn en Jane í andlitið.

Peter og Jane kynntust í Bretlandi þegar þau voru aðeins þrettán ára gömul. Þau voru 77 ára þegar þau voru myrt.

Frétt mbl.is: Áttu að mæta í matarboð í gær

Frétt mbl.is: Fundust látin í faðmlögum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert