Réðust inn í flóttamannabúðir

Mynd tekin í Yaruk-flóttamannabúðunum árið 2012.
Mynd tekin í Yaruk-flóttamannabúðunum árið 2012. AFP

Vígamenn Ríkis íslams hafa ruðst inn í flóttamannabúðir Palestínumanna í Yarmouk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Átök hafa brotist út milli vígamannanna og hópa innan búðanna. Palestínsk yfirvöld segja, samkvæmt frétt BBC, að Ríki íslams hafi náð yfirráðum yfir stóru svæði í búðunum. AFP-fréttastofan hefur eftir samtökum, sem reka búðirnar, að vígamennirnir hafi nú stærstan hluta þeirra á sínu valdi.

Um 18 þúsund Palestínumenn hafa aðsetur í flóttamannabúðunum. Fyrir stríðið í Sýrlandi voru þar 150 þúsund flóttamenn. Í búðunum eru skólar, moskur og aðrar byggingar.

Sjá frétt mbl.is: Hafsjór af hungruðu fólki

Vígamenn Ríkis íslams hafa á undanförnum mánuðum sölsað undir sig stór svæði í austurhluta Sýrlands sem og í norður- og vesturhluta Íraks.

Flóttamannabúðirnar í Damaskus voru reistar árið 1948 er stríð geisaði milli Araba og Ísraela. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert