Reykur stígur úr jörðinni

Frá London. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Frá London. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/afp

Um 2.000 manns voru látnir yfirgefa Holborn-svæðið í London eftir að rafmagnseldur blossaði upp neðanjarðar við götuna Kingsway, samkvæmt fréttum BBC. Svartur reykur stígur upp undan gangstéttum þar.

Holborn-neðanjarðarlestarstöðinni hefur verið lokað vegna eldsins sem geisar í rafmagnköplum og hefur sumum strætisvagnaleiðum verið beint annað. Að minnsta kosti sex slökkviliðsbílar eru sagðir á staðnum og 35 slökkviliðsmenn.

Fréttir BBC af brunanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert