Stöðvar umdeilt frumvarp um trúfrelsi

Verslunarrisinn Wal-Mart hefur meðal annars lagst gegn frumvarpinu.
Verslunarrisinn Wal-Mart hefur meðal annars lagst gegn frumvarpinu. EPA

Ríkisstjóri Arkansas í Bandaríkjunum krefst þess að frumvarpi sem myndi veita fyrirtækjum rétt til að mismuna fólki eftir kynhneigð verði breytt áður en hann skrifar undir það. Miklar deilur hafa orðið um málið í Arkansas og Indiana þar sem sambærilegt frumvarp varð að lögum í síðustu viku.

Verði frumvarpið að lögum myndi það banna ríkisstjórninni í Arkansas og sveitarstjórnum að skerða trúarlegt frelsi án þess að veigamiklir hagsmunir liggi að baki. Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas sem kemur úr röðum repúblikana, ætlaði í fyrstu að skrifa undir frumvarpið svo það yrði að lögum, en hann segir nú að þingmenn á ríkisþinginu verði að breyta texta þess þar sem því sé ekki ætlað að gera fyrirtækjum kleift að mismuna fólki eftir kynhneigð.

Hutchinson hefur legið undir miklum þrýstingi frá réttindahópum samkynhneigðra en einni stórum vinnuveitendum í ríkinu, þar á meðal frá smásölurisanum Wal-Mart sem telur frumvarpið valda mismunun og hefta efnahagslega þróun. Þá hefur borgarstjóri Little Rock, viðskiptaráð borgarinnar og gagnaþjónustufyrirtækið Acxiom hvað ríkisstjórann til þess að hafna frumvarpinu síðustu daga.

Mike Pence, ríkisstjóri í Indiana, skrifaði undir sambærilegt frumvarp í síðustu viku en hann hefur síðan sagst gera þá kröfu að þingmenn bæti við frumvarpi sem taki af tvímæli um að fyrirtæki geti mismunað eftir kynhneigð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert