Stofnaði „Frjálsland“ í einskismannslandi

Fáni ríkisins.
Fáni ríkisins. Mynd/Wikipedia

Tékkneskur stjórnmálamaður heldur því nú fram að hann hafi stofnað sjálfstætt ríki á Balkanskaga sem nefnist Frjálsland - Liberland. Ríkið er staðsett á 7 ferkílómetra svæði á milli Serbíu og Króatíu. Er ríkið á landsvæði sem hvorugt nágrannaríkið hefur gert tilkall til og er því skilgreint sem einskismannsland (e. No man's land). 

Vit Jedlicka er meðlimur Íhaldsflokksins í Tékklandi segir að í ríkinu sé engin skattskylda en að tekið sé við frjálsum framlögum. Ekki er heldur her í landinu. 

Margir hafa hlegið að hugmyndinni en Jedlicka segist vera full alvara með stofnun ríkisins. „Markmið stofnenda ríkisins er að búa til nýtt ríki þar sem frjálst fólk fær að blómstra án þess að ríkisvaldið stjórni því með óþarfa skattskyldu og reglusetningu,“ segir í tilkynningu frá Jedlicka.

Einkennisorð ríkisins eru: Að lifa og leyfa að lifa (e. To live and let live).

Segir Jedlicka að ef Króatar eða Serbar gera tilkall til landsvæðisins, þá muni hann ekki grípa til vopna heldur aðeins reyna að sannfæra þá um að stofnunin eigi rétt á sér.

Fulltrúar nágrannaríkjanna hafa ekki brugðist við stofnun þessa litla ríkis. Ef ríkið verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, verður það þriðja minnsta ríki í heimi á eftir Mónakó og Vatíkaninu.

Nú þegar hefur Jedlicka borist 20 þúsund umsóknir um ríkisborgararétt, að hans eigin sögn. Hann segist búast við að alls um 100 þúsund manns muni bætast við á næstu vikum. 

Á heimasíðu ríkisins er að finna upplýsingar um það hvernig sótt er um ríkisborgararétt. Aðeins muni þó um 3.000 - 5.000 manns hljóta ríkisborgararétt sökum smæðar landsins. 

Sjá frétt The Independent.

Upplýsingar um ríkið Liberland á Wikipedia.
Upplýsingar um ríkið Liberland á Wikipedia. Mynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert