„Margir látnir. Fleiri munu deyja“

Kona og maður faðma hvort annað í höfuðborg Nepal Kathmandu …
Kona og maður faðma hvort annað í höfuðborg Nepal Kathmandu í dag. AFP

„Aðstoðaði við að leita að og bjarga fórnarlömbum á svæði þar sem mikið er af braki. Margir látnir. Mun fleiri illa slasaðir. Fleiri deyja ef þyrlur koma ekki fljótlega,“ tístir rúmenski fjallgöngugarpurinn Alex Gavan sem er staddur í grunnbúðum Everest. 

Jarðskjálfti sem mældist 7,9 stig skók Nepal í morg­un. Hátt í þúsund eru taldir hafa látið lífið. 

Fyrr í dag sagðist hann hafa hlaupið eins hratt og hann gat úr tjaldinu til að bjarga lífi sínu, óslasaður. 

Starfsmaður innan ferðaþjónustunnar í Nepal segir í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hluti af grunnbúðum Everest séu hulin snjó. 

Tim Bradshaw sem leiðir hóp breskra hermanna upp Everest segist hafa fundið verulega fyrir skjálftanum þegar hann reið yfir. Í kjölfarið heyrðust gríðarleg læti þegar snjóflóð féll niður í búðirnar. 

Svo virðist sem snjófljóðið hafi fallið milli Khumbu-ísfallsins og grunnbúðanna. Talið er að um þrjúhundruð manns hafi verið í grunnbúðunum þegar skjálftinn reið yfir í morgun. Símasamband er lélegt sem stendur á svæðinu og því hefur verið erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um líðan þeirra sem þar eru. 

<blockquote class="twitter-tweet">

Huge disaster.Helped searched and rescued victims through huge debris area.Many dead.Much more badly injured.More to die if not heli asap.

— Alex Gavan (@AlexGAVAN) <a href="https://twitter.com/AlexGAVAN/status/591952037111169024">April 25, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Everest base camp huge earthquaqe then huge avalanche from pumori.Running for life from my tent. Unhurt. Many many people up the mountain.

— Alex Gavan (@AlexGAVAN) <a href="https://twitter.com/AlexGAVAN/status/591852013698228224">April 25, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Mountaineer <a href="https://twitter.com/AlexGAVAN">@AlexGAVAN</a> tweets desperate appeal for help on Everest. Climbers killed, others buried after <a href="https://twitter.com/hashtag/NepalQuake?src=hash">#NepalQuake</a> <a href="http://t.co/qRK7nyoRca">pic.twitter.com/qRK7nyoRca</a>

— Kay Burley (@KayBurley) <a href="https://twitter.com/KayBurley/status/591963747679363075">April 25, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert