Brenndu fórnarlömb jarðskjálftans

Hóplíkbrennsla var haldin í Katmandú í dag fyrir fórnarlömb mannskæða jarðskjálftans sem skók landið í gær. Yfir 2.500 létust þegar skjálftinn, sem var að stærðinni 7,8, reið yfir og tugir þúsunda misstu heimili sín. 

„Hér eru allir að brenna fórnarlömb skjálftans. Ég missti föður minn og afa minn þegar húsið okkar hrundi,“ segir Rajan Shakaya, einn þeirra sem lifði skjálftann af. 

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í höfuðborginni, Katmandú, og á fleiri stöðum í kring en skjálftinn er sá stærsti sem hefur orðið í landinu í 80 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert