Náði snjóflóðinu á myndband

Í myndbandinu má sjá fólk forða sér á hlaupum undan …
Í myndbandinu má sjá fólk forða sér á hlaupum undan flóðinu.

Myndband sem sýnir snjóflóðið sem hirti í það minnsta 18 mannslíf á Everest hefur birst á veraldarvefnum. Myndbandið er tekið af þýska fjallgöngumanninum Jost Kobusch sem tók upp myndavélina eftir að hafa fundið fyrir jarðskjálftanum sem kom snjóflóðinu af stað.

Kobusch virðist heillaður í fyrstu en verður skelfingu lostinn þegar hann sér snjóský gleypa grunnbúðirnar. Hann hendist, ásamt öðrum göngumanni, bakvið tjald og heyrast óttaslegnir mennirnir blóta síendurtekið, skelfingu lostnir. Mennirnir sluppu með skrekkinn og virðast ekki hafa verið á því svæði sem hvað verst varð úti.

Þeir ákveða að leita skjóls í eldhústjaldinu en komast fljótt að því að eldhústjaldið er horfið.

Myndbandið er mögnuð sjón en ekki fyrir viðkvæma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert