Neyðarástandi lýst yfir í Baltimore

Mótmælendur hafa meðal annars kveikt í bílum.
Mótmælendur hafa meðal annars kveikt í bílum. AFP

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í Baltimore í Bandaríkjunum þar sem átök hafa geisað á milli mótmælenda og lögreglu í kvöld. Þjóðvarnarliðið hefur verið virkjað til að aðstoða lögreglu. Blökkumaðurinn Freddie Grey var borinn til grafar fyrr í dag.

Mótmælendur hafa eyðilagt bíla og rænt verslanir í Baltimore í dag. Að minnsta kosti sjö lögreglumenn eru slasaðir og er einn þeirra meðvitundarlaus. Ungmenni kasta múrsteinum og flöskum að lögreglu og hafa þau einnig kveikt í bílum, meðal annars lögreglubílum.

Lögregla, bæði í Baltimore og frá fleiri stöðum í Maryland-ríki, reynir á ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi. Ungmenni hafa einnig ráðist á fréttaljósmyndara.

Átökin hófust skömmu eftir útför Grey en mörg þúsund manns vottuðu honum virðingu sína í og við kirkju í Sandtown-hverfinu. Mótmælt hefur verið á hverju kvöldi frá því hann lét lífið í haldi lögreglu og hefur fjölskylda hans beðið mótmælendur að láta af ofbeldinu.

Átök á götum Baltimore

Lögregla á götum Baltimore í dag.
Lögregla á götum Baltimore í dag. AFP
Bílar brenna á götum Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum.
Bílar brenna á götum Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert