Slasaðist í líkamsræktarstöð

Hjónin David Goldberg og Sheryl Sandberg
Hjónin David Goldberg og Sheryl Sandberg Af Facebook síðu Roberts Goldbergs

Dav­id Gold­berg, eig­inmaður Sheryl Sand­berg, aðal­fram­kvæmda­stjóra Face­book, lést eftir að hafa slasast alvarlega í líkamsræktarstöð í Mexíkó en þar var hann í fríi. Lögregla staðfesti þetta í dag.

Goldberg var 47 ára gamall og framkvæmdarstjóri SurveyMonkey. Samkvæmt frétt NBC fannst hann á gólfinu við hliðina á hlaupabretti á Four Seasons hótelinu nálægt Puerto Vallarta.

Bróðir hans, Robert, fann hann í líkamsræktarstöðinni eftir að honum fannst bróðir sinn hafa verið lengi í burtu. Að sögn lögregluyfirvalda í Mexíkó féll Goldberg og rak höfuðið í hlaupabrettið. Hann var með skurð á höfði þegar hann fannst.

Goldberg var lifandi þegar hann fannst en lést á sjúkrahúsi. Dánarorsakir hans voru höfuðáverkar og mikill blóðmissir. 

Goldberg og Sandberg gengu í hjónaband árið 2004.

Fyrri frétt mbl.is:

Eiginmaður Sheryl Sandberg bráðkvaddur

Sheryl Sandberg aðalframkvæmdarstjóri Facebook.
Sheryl Sandberg aðalframkvæmdarstjóri Facebook. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert