Svona var Berlín í júlí 1945

Skjáskot

Berlín, höfuðborg Þýskalands, í júlí 1945. Fáeinar vikur eru liðnar frá því að Þjóðverjar biðu endanlega ósigur í síðari heimsstyrjöldinni. Þýskaland er hernumið af bandamönnum, Bandaríkjunum, Bretlandi Frakklandi og Sovétríkjunum. Þetta er sögusviðið í meðfylgjandi myndbandi sem sýnir lífið og aðstæður í þýsku höfuðborginni í stríðslok.

Sjá má hvernig stríðið lék Berlín. Byggingar víða illa farnar og aðrar að hruni komnar. Þarna má sjá þekkt kennileiti eins og Brandenborgarhliðið og þýska þinghúsið, Reichstag. Hermenn bandamanna eru áberandi á götum borgarinnar. Skilti eru komin upp með merkingum á rússnesku sem og stór mynd af Jósef Stalín, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, á yfirráðasvæði Sovétmanna.

Þá má einnig sjá kanslarahöll nasistaforingjans Adolfs Hitlers sem síðar var jöfnuð við jörðu en hún var illa farin eftir bardaga í Berlín síðustu dagana fyrir uppgjöf Þjóðverja. Sömuleiðis má sjá neðanjarðarbyrgi Hitlers við kanslarahöllina þar sem hann varði síðustu dögum sínum. Þar framdi hann að lokum sjálfsvíg ásamt ástkonu sinni, Evu Braun.

Берлін влітку 1945 року

Унікальні кадри: Берлін влітку 1945 року Це варто подивитись!

Posted by hromadske.tv on Monday, May 4, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert