Með völd á öllum landamærunum

AFP

Skæruliðar hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hafa nú náð yfirráðum á öllum landamærum Sýrlands og Írak þar sem stjórnarherinn réð áður ríkjum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Stjórnarherinn hraktist frá al-Tanf (einnig þekkt sem al-Waleed í Írak) eftir hörð átök þar í nótt. 

Skæruliðarnir hafa sótt hart síðustu daga en í gær náðu þeim fullum yfirráðum í fornu borginni Palmyra. Hryðju­verka­sam­tök­in eru nú með yf­ir­ráð á yfir 50% landsvæðis í Sýr­landi, eða 95 þúsund ferkílómetra svæði.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sagt það verða þrautinni þyngra að berjast við skæruliða samtakanna, en þau stjórna stórum svæðum í Deir Ezzor og Raqqa og eru einnig ríkjandi í Hasakeh, Aleppo, Homs og Hama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert