„Mikill missir fyrir mannkynið“

Irina Bokava, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, segir að það væri mikill missir fyrir mannkynið ef vígamenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, eyðilegðu fornminjar í rústum fornu borgarinnar Palmyra.

„Þetta er vagga siðmenningarinnar. Hún tilheyrir öllu mannkyninu og ég tel að allir ættu að hafa áhyggjur af því sem er að gerast,“ sagði hún við fjölmiðla í gær.

Íslamistarnir náðu borginni og nálægum bæ á sitt vald í gær.

Palmyra er á heimsminjaskrá UNESCO.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert