Já-sinnar fagna sigri á Írlandi

Beðið er eftir úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Verða þau tilkynnt í …
Beðið er eftir úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Verða þau tilkynnt í Dublinarkastala síðar í dag. AFP

Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra á Írlandi fagnar nú sigri í þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort leyfa eigi hjónabönd samkynhneigðra í landinu.

Atkvæðagreiðslan fór fram í gær og stendur nú talning yfir. Fylgismenn frumvarpsins fagna nú sigri og lítur allt út fyrir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið jákvæð.

„Svo virðist sem allir búist við því að niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni verð já. Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur,“ segir John Murry frá kaþólsku samtökunum Iona Institute, sem börðust gegn frumvarpinu.

Búist er við endanlegum niðurstöðum síðar í dag en er talið að um 70% atkvæðanna séu jákvæð og 30% neikvæð og er það í samræmi við þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið undanfarna daga.

Búist var við öruggum sigri já-sinna en einhverjir vildu þó vara við því að stór hópur „hlédrægra, eldri kjósenda sem búa í dreifbýli“ gæti haft áhrif á úrslitin en sá hópur er líklegri til þess að kjósa „nei.“

Sjá frétt mbl.is: Talning atkvæða hafin á Írlandi

Sjá frétt The Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert