Sýndi nemendum sínum Fifty Shades

AFP

Kennara við Hampshire High School í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur verið vikið frá störfum út skólaárið eftir að hún sýndi nemendum sínum bíómyndina Fifty Shades of Grey. Stjórn skólans tók ákvörðunina einróma eftir tveggja tíma fund. 

Kennarinn bar fyrir sig að hún hafi ekki vitað um hvað myndin fjallaði þegar hún samþykkti að sýna hana, en myndin inniheldur gróf kynlífsatriði.

Einn nemandi hennar mætti með myndina í skólann og hóf bekkurinn að horfa á myndina saman þar til annar kennari mætti inn í skólastofuna og slökkti á henni. „Þetta var algjört dómgreindarleysi. Það er mikil synd því hún er mjög góður kennari,“ segir Jeff Woofter, skólastjóri skólans í samtali við Hampshire Review og bætir við að það að sýna nemendum kvikmynd sem verðlaun fyrir góða hegðun, samrýmist ekki reglum skólans, nema að kvikmyndin hafi menntunarlegt gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert