Mæta ögrunum Rússa með heræfingu

Flugvélar á heræfingu.
Flugvélar á heræfingu. AFP

Flugherir Norðurlanda hófu æfingu í dag sem á að líkja eftir friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Æfingarnar eru haldnar til að styrkja hernaðarsamstarf Norðurlanda, á milli hlutlausra Svía og Finna og Norðmanna, sem eru meðlimir í NATO. Til æfinganna koma 115 orustuflugvélar og 3600 hermenn frá níu löndum alls.

Hermann og flugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi taka einnig þá í þessu verkefni, en öll þessi lönd eru meðlimir NATO. Hlutlausir Svisslendingar eru einnig á æfingunni.

„Ég hlakka til að taka þátt í þessum æfingum sem eiga að undirbúa flugher Svía og Evrópu fyrir verkefni og áskoranir framtíðarinnar“ sagði Carl-Johan Edstroem, ofursti og yfirmaður sænska flughersins, í yfirlýsingu við upphaf æfinga.
„Við sköpum okkar eigið öryggi ásamt öðrum og það þýðir einfaldlega að við þurfum að æfa okkur.“ bætti hann við. Svipuð æfing, sem innihélt færri lönd, var haldin árið 2013.

Heræfingarnar koma á tímum mikillar spennu þar sem Norðurlöndin hafa greint frá því að rússneski flugherinn sé að sveima heldur nálægt landamærum ríkjanna. Í apríl skriuðu varnarmálaráðherrar Norðurlandanna undir yfirlýsingu þess efnis að þeir ætluðu að hafa nánara hernaðarsamstarf sín á milli. „Rússneski herinn er að ögra okkur, nálægt okkar landamærum," sögðu þeir og bættu við „við verðum að vera viðbúin.“

„Svona æfingar og öryggisstefna eru merki og sýna fram á að við getum framkvæmt þróaðar aðgerðir,“ sagði sænski hershöfðinginn Karl Engelbrektson í yfirlýsingu.
„Á sama tíma erum við að sýna samstöðu með öðrum þátttakendum, sérstaklega nágrönnum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert