Flaug næstum því á fjall

Gígar á Kamerún-fjalli.
Gígar á Kamerún-fjalli. Af Wikipedia

Farþegavél frá Air France flaug næstum því á hæsta fjall Mið-Afríku í byrjun maí. Um borð voru 37. Vélin var af gerðinni Boeing 777.

Vélin var á leið frá Malabo, höfuðborg Miðbaugs-Gíneu til Douala í Kamerún er hún lenti í slæmu veðri þann 2. maí. 

Er flugmennirnir reyndu að forðast veðrið í háloftunum lenti vélin næstum því á Kamerún-fjalli sem er 4.040 metra hátt (13.254 fet). Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi rannsakar nú tildrög atviksins.

Frétt BBC um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert