Flug í Belgíu stöðvaðist

AFP

Allt flug stöðvaðist í Belgíu í morgun vegna bilunar sem kom upp í flugumsjónarkerfi á flugvellinum Zavantem í höfuðborg landsins, Brussel. Flugyfirvöld hafa beint flugvélum, sem eru á leið til Belgíu, annað í allan dag og þá hefur fjölmörgum flugferðum frá landinu verið seinkað og sumum jafnvel aflýst.

Bilunin í kerfinu hefur þó ekki haft áhrif á flugferðir yfir landið, enn sem komið er.

Bilunin kom upp snemma í morgun. Allt flug stöðvaðist á Zavantem-flugvellinum, eins og áður sagði, en einnig á flugvöllum við borgirnar Charleroi og Liege.

Í frétt AFP segir að nokkrum flugvélum hafi verið beint til frönsku borgarinnar Lille en þaðan þurftu yfir þúsund manns að taka rútu á áfangastað sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert