Stóð frammi fyrir andliti látins bróður

Rebekah Aversano
Rebekah Aversano Skjáskot úr 60 Minutes

Rebekah Aversano upplifði nýverið afar sérstaka stund - að hitta mann sem bar andlit látins bróður hennar. Fjallað verður um fund Aversano og Richard Norris í þættinum 60 Minutes um helgina en Norris gekkst undir afar flókna aðgerð árið 2012 þegar hann fékk  nýtt andlit, nýjan kjálka, nýja tungu og nýjar tennur.

Norris, sem er 39 ára, slasaðist alvarlega í andliti árið 1997 þegar hann varð fyrir voðaskoti 22 ára að aldri. Hann fór í tugi aðgerða þar sem reynt var að bjarga því sem bjargað varð með litlum árangri. 

Bróðir Aversano, Joshua, 21 árs, lést í umferðarslysi er ekið var yfir hann þegar hann gekk yfir götu fyrir þremur árum og ákvað fjölskylda hans að gefa Norris andlit hans.

Aðgerðir var gríðarlega viðamikil og tók 36 klukkutíma. Samtals um 150 heilbrigðisstarfsmenn komu að aðgerðinni á einn eða annan hátt.

Í frétt Guardian kemur fram að Norris hafi þakkað Rebekah Aversano fyrir það sem fjölskyldan hafi gert fyrir líf hans. Hún teygði út höndina og bað um að fá að snerta andlit hans. Eftir það steig hún aðeins aftur á bak og sagði: Vá þetta er andlitið sem ég ólst upp með.“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/81r7HL8rHQI" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert