Tala látinna í Túnis hækkar

Stjórnvöld í Túnis hafa staðfest að í það minnsta 37 manns hafi látið lífið í hryðjuverkaárás sem gerð var á baðströnd í bænum Sousse fyrr í dag. Þá eru að minnsta kosti 36 manns særðir, sumir alvarlega.

Chokri Nafti, talsmaður heilbrigðisráðuneytisins, sagðist ekki geta gefið upplýsingar um þjóðerni fórnarlambanna, en fram kemur í frétt AFP að talið sé að meirihluti þeirra hafi verið erlendir ferðamenn, meðal annars frá Þýskalandi, Bretlandi og Belgíu.

Þá hafa írsk stjórnvöld staðfest að að írsk kona sé á meðal þeirra sem féllu í árásinni.

Örygg­is­sveit­ir felldu einn mann sem er grunaður um árás­ina. Hann er sagður hafa falið Kalashni­kov-hríðskotariff­il und­ir sól­hlíf á strönd­inni áður en hann tók hann upp og hóf skot­hríð. Í fram­hald­inu gekk hann inn á Hotel Im­per­ial Mar­haba í gegn­um sund­laug­ar­svæðið og skaut hann á fólk er hann færði sig á milli svæða. 

Fréttir mbl.is: 

Með hríðskotariffil undir sólhlíf

Blóðbað á baðströnd

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert