Grikkland greiddi ekki AGS

AFP

Grikkland varð í kvöld fyrsta þróaða ríkið sem stendur ekki skil á skuldbindingum sínum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS), þegar ríkissjóður Grikklands greiddi ekki einn og hálfan milljarð evra, sem Grikkland átti að greiða í dag.

„Ég get staðfest að greiðsla upp á 1,2 milljarða SDR sem Grikkland átti að greiða AGS hefur ekki borist,“ segir Gerry Rice, talsmaður sjóðsins. SDR stendur fyrir Special Drawing Rights, sérstök dráttarréttindi á íslensku, og er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í milliríkjaviðskiptum.

„Við höfum látið stjórnendur sjóðsins vita að Grikkland er nú í vanskilum við sjóðinn og getur ekki fengið lán frá AGS fyrr en þessi vanskil hafa komist í skil.“

Eftir langan dag viðræðna, þar sem ríkisstjórn Grikklands leitaðist við því að fá aðstoð frá ESB við að greiða af skuldinni óskaði ríkisstjórn Grikklands eftir greiðslufresti. Rice staðfesti að óskin hefði borist, en að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til hennar. Hún verður borin undir stjórnina, sagði hann við blaðamann AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert