Fara fram á framsal stjórnarmanna FIFA

Höfuðstöðvar FIFA.
Höfuðstöðvar FIFA. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við stjórnvöld í Sviss að framselja sjö stjórnarmenn í Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) sem handteknir voru í maí vegna rannsóknar á spillingu innan sambandsins.

Stjórnarmennirnir sjö eru á meðal 14 stjórnenda FIFA sem grunaðir eru um spillingu. Umfangsmikil rannsókn hefur farið fram hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI.

Stjórn­ar­mennirnir voru handteknir aðeins tveim­ur dög­um fyr­ir aðalþing knatt­spyrnu­sam­bands­ins, grunaðir um margs kyns af­brot. Menn­irn­ir eru meðal ann­ars sakaðir um pen­ingaþvætti, fjár­glæfra­starf­semi og ra­f­ræn fjár­svik á und­an­förn­um tutt­ugu árum.

Snúa af­brot­in meðal ann­ars að kosn­ing­unni um hvaða land fengi að halda heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu árið 2010 og mút­ur í tengsl­um við heims­meist­ara­mótið í Frakklandi árið 1998. Eins og fram hef­ur komið samþykktu stjórn­ar­menn meðal ann­ars mút­ur í aðdrag­anda HM 2010 til að sjá til þess að mótið yrði haldið í Suður-Afr­íku.

Það voru banda­rísk yf­ir­völd sem fóru með rann­sókn máls­ins en stjórn­end­ur FIFA eru sakaðir um að hafa þegið tugi millj­óna Banda­ríkja­dala í mút­ur und­an­farna ára­tugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert