Bæturnar „með öllu ófullnægjandi“

Menn fylgjast með flugvél Germanwings hefja sig til lofts.
Menn fylgjast með flugvél Germanwings hefja sig til lofts. AFP

Fjölskyldum þeirra sem létu lífið þegar að farþegaþotu var brotlent viljandi í frönsku Ölpunum í mars „blöskrar“ þær skaðabætur sem þeim hefur verið boðnar af flugfélaginu Germanwings.

Lögfræðingur fjölskyldna 35 fórnarlamba, Elmar Giemulla sagði í samtali við NBC að fólkið hafi brugðist við með „hryllingi, reiði, örvæntingu og biturleika.“

Fyrr í þessari viku bauð Lufthansa, sem er móðurfélag Germanwings fjölskyldum fórnarlambanna 25 þúsund evrur (3,6 milljónir íslenskra króna) fyrir hvert fórnarlamb. Jafnframt var hverjum nánum ættingja fórnarlambanna boðið 10 þúsund evrur (1,47 milljón íslenskra króna). Það bætist við þær 50 þúsund evrur á fórnarlamb sem Lufthansa greiddi fyrstu dagana eftir brotlendinguna.

Að sögn talsmanna fjölskyldnanna, fengu fjölskyldurnar sem misstu ástvini  þegar að Concorde þota Air France brotlenti árið 2000 um eina milljón evra fyrir hvert fórnarlamb og mótmætla þau því upphæðinni sem þeim var boðin í vikunni. 

Giemulla segir í samtali við NBC að núverandi tilboð sé með öllu „ófullnægjandi“ og gagnrýndi að flugfélagið telji aðeins börn, foreldra og maka sem nána ættingja. Ekki er tekið tillit til systkina, amma og afa.

Hann sagði jafnframt að sex stafa tölur væru meira viðeigandi. „Ég gæti útskýrt það fyrir þeim, ég get ekki útskýrt 10 þúsund evrur,“ sagði Giemulla og bætti við að fjölskyldur fórnarlambanna hafi áður verið mjög sáttar við bæturnar frá Lufthansa. Þess vegna hafi lágar bætur nú komið þeim á óvart.

„Ættingjunum blöskraði og voru mjög sárir,“ sagði Christof Wellens, lögfræðingur fjölskyldna 31 fórnarlambs.

Talsmaður Germanwings sagði í samtali við NBC að hann myndi ekki tjá sig um ummæli lögfræðinga fjölskyldnanna þar sem flugfélagið bíður nú svara við tilboðinu.

Hann bætti þó við að tilboðið sé hærra en krafist er af flugfélaginu samkvæmt þýskum lögum. Lufthansa og Germanwings ætla einnig að stofna sjóð með 7,8 milljónum evrum sem notaðar verða til þess að styðja menntun barna fórnarlambanna.

Allir um borð létu lífið þegar að farþegaþota Germanwings brotlenti 24. mars síðastliðinn. Talið er að aðstoðarflugstjóri flugvélarinnar, Andreas Lubtiz hafi viljandi brotlent vélinni.

Flugvélin brotnaði í þúsund mola þegar henni var brotlent í …
Flugvélin brotnaði í þúsund mola þegar henni var brotlent í frönsku ölpunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert