Bandaríkin eiga afmæli

Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna er í dag og er haldið upp á hann vestanhafs. Löggæsla hefur verið hert en Bandaríkjamenn óttast að hryðjuverk verði framin um helgina. 

Bandaríkjamenn fagna því að í dag eru 239 ár síðan að sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð. 4. júlí 1776 lýstu 13 ríki því yfir að þau væru sjálfstæð og klufu sig þar með frá breska heimsveldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert