Gera kennsluefni um sprengingarnar

10 ár eru liðin frá sprengjutilræðinum í London hinn 7. júlí 2005 á þriðjudag þar sem fjórar sprengjur í lestarkerfi borgarinnar og í rútu tóku 52 líf og særðu 700. 

Miriam Hyman var meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðssprengjuárás á rútunni í London. Móðir hennar og systir vinna að gerð kennsluefnis fyrir grunnskóla um árásirnar þar sem margir ungir nemendur hafa aldrei heyrt af þeim.

„Þú munt aldrei komast yfir sorgina við það að missa barn, aldrei. Spurningin er hvað þú gerir við sorgina,“ segir móðir Miriam.

„Ég sleppti taki á þörfinni til að fyrirgefa. Það er milli morðingja systur minnar og hans guðs. Með því að hafa sett allar þessar neikvæðu tilfinningar til hliðar og haldið áfram með eitthvað uppbyggilegt þess í stað tókst mér að halda lífinu áfram,“ segir systur Miriam.

Stærsta æfingin til þessa

Yfirvöld sig nú undir að minnast þeirra en forsvarsmenn neyðarþjónustu segja einnig nauðsynlegt að borgin sé búin undir aðra árás.

Stærsta neyðaræfing borgarinnar til þessa fór fram nýlega en þá svöruðu vopnaðir lögreglumenn neyðarkalli vegna skotárásar. Voru kringumstæður byggðar að hluta á árásinni á Charlie Hebdo en æfingin fór fram aðeins örfáum dögum eftir að 30 Bretar voru skotnir til dauða á strönd í Túnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert