Nei eða já?

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hlæjandi á kjörstað.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hlæjandi á kjörstað. AFP

Ríkisstjórn Grikklands hefur hvatt fólk að setja x við nei en þeir sem hvetja fólk til þess að kjósa já óttast að Grikkjum verði hent út úr evrusamstarfinu. „Enginn getur hunsað vilja fólksins,“ sagði AlexisTsipras, forsætisráðherra Grikklands, eftir að hafa komið sínu atkvæði rétta leið. Búast má við fyrstu tölum atkvæðagreiðslunnar í kvöld.

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla hófst klukk­an fjög­ur í nótt að ís­lensk­um tíma í Grikklandi um hvort þjóðin eigi að fall­ast á meiri aðhaldsaðgerðir í skipt­um fyr­ir frek­ari fjár­hagsaðstoð, eða neita því og eiga á hættu að vera vísað úr evru­sam­starf­inu.

Grikkir virðast skiptast í jafna hluta hvað eigi að kjósa en búist er við því að kjörsókn verði mjög góð. Stjórn landsins hefur gagnrýnt björgunaraðgerðir sem standa Grikkjum til boða og segir þær niðurlægjandi. Hún segir einnig að með því að kjósa nei styrkist staðan í samningaviðræðum við lánardrottna landsins. 

Lánardrottnar og leiðtogar Evrópusambandsins vara því að ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði neikvæð sé myntsamstarfi Grikklands og hinna evruríkjanna lokið; „Grexit“.

Ljóst er að skuldavandi ríkisins verður ekki leystur nema með auknum lánveitingum eða miklum afskriftum. Atvinnuleysi í landinu er mikið, um 25%, en talið er að lífskjör gætu versnað ef Grikkir segja nei í dag. Annars virðist enginn vita nákvæmlega hvað gerist en spennan er mikil og ljóst að mjótt verður á mununum.

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra, fékk mikla athygli þegar hann kom sínu …
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra, fékk mikla athygli þegar hann kom sínu atkvæði rétta leið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert