Heitast í Madríd, á Alicante og Benidorm

Efsta hættustig vegna skógarelda sem lýst var yfir á Spáni í dag nær til nær alls landsins. Í dag verður hlýjast í miðhluta og suðausturhluta Spánar en talið er að þar muni hiti fara upp í 40 gráður. Á öðrum stöðum í landinu gæti hiti farið upp í 36 til 38 stig.

Þar af leiðandi gætu íbúar og ferðamenn í Madríd, höfuðborg landsins, á Alicante og Benidorm til að mynda fundið vel fyrir hitanum en um er að ræða vinsæla ferðamannastaði á Spáni.

Frétt mbl.is: Hættustigi lýst yfir á Spáni

Hlýindin berast frá norðurhluta Afríku og eiga ekki að ganga yfir fyrr en á sunnudag. Skógareldar brutust út í Aragon í norðausturhluta Spánar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert