Minnast framtíðar sem ekki varð

Mynd tekinn 8. júlí 2005 af strætisvagninum sem var vettvangur …
Mynd tekinn 8. júlí 2005 af strætisvagninum sem var vettvangur fjórðu árásarinnar. AFP

Í dag eru 10 ár síðan Lee Baisden var klukkutíma seinni en vanalega út um dyrnar á leið sinni í vinnuna. Hann var á leiðinni í Westminster þar sem hann vann fyrir Eldvarnar- og neyðaráætlanastofnun Lundúna. Baisden notaði tíma sinn mikið til að sinna móður sinni sem var ekkja en hann hafði einnig nýlega flutt inn með kærastanum sínum sem hann hugðist giftast. Í neðanjarðarlestinni á The Circle Line stóð hann við hliðina á Shehzad Tanweer. Talið er að Baisden hafi látist samstundis þegar Tanweer sprengdi sig í loft upp.

Baisden er einn þeirra 52 sem létust í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Fjórar sjálfsmorðssprengjuárásir voru framdar í miðborginni þennan dag þar sem yfir 770 slösuðust. 

„Munum aldrei láta hryðjuverk kúga okkur“

Sprengjutilræðin þann 7. júlí 2005 voru mannskæðustu hryðjuverk sem framin hafa verið á breskri grund frá upphafi. Þrjár sprenginganna áttu sér stað nær samtímis, rétt eftir klukkan 08:50 um morguninn, allar í neðanjarðarlestum Lundúna. 26 manns létust við Russell Square, sex við Edgware Road og sjö við Aldgate. Um klukkutíma síðar sprengdi fjórði sprengjumaðurinn sig í loft upp í tvílyftum strætisvagn á Tavistock torgi og myrti þannig 13 manns.

Nú þegar áratugur er liðinn frá voðaverkunum myndu margir vilja minnast þeirra með von um betri heim í hjarta en segja má að sár bresku þjóðarinnar hafi verið rifin upp að nýju með skotárásunum í Túnis fyrir tæpum tveimur vikum sem tók 30 bresk líf.

„Tíu árum eftir árásanna í Lundúnum 7/7 heldur ógnin að vera eins raunveruleg og hún er banvæn - en við munum aldrei láta hryðjuverk kúga okkur,“ tísti forsætisráðherra landsins David Cameron fyrr í dag.

<blockquote class="twitter-tweet">

Ten years on from the 7/7 London attacks, the threat continues to be as real as it is deadly – but we will never be cowed by terrorism.

— David Cameron (@David_Cameron) <a href="https://twitter.com/David_Cameron/status/618318589242789888">July 7, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Ganga síðasta spölinn

Þegar þetta er skrifað fer fram minningarathöfn um fórnarlömbin 52 í St. Paul's dómkirkjunni og eru ættingjar þeirra og fólk sem lifði árásirnar af meðal kirkjugesta. Fólk um allt landið mun tók þátt í mínútu þögn klukkan 10:30. Fyrr í dag lögðu David Cameron og borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, blómsveiga í Hyde Park til minningar um fórnarlömbin en þar fer önnur minningarathöfn fram seinna í dag.

Á samfélagsmiðlum setur myllumerkið #walktogether mark sitt á daginn en því er ætlað að hvetja fólk til að fara einu stoppi of snemma úr lestinni og ganga síðasta spölinn til að sýna samstöðu.

Peter Hunt fréttamaður BBC lýsir athöfn morgunsins í Hyde Park sem einfaldri, stuttri og nánast blákaldri.

„Það var enginn upplestur, engin tónlist. Í algjörri þögn voru blómsveigar - meira en tylft þeirra - lögð á minnisvarðann á þeim tíma sem þrjár af heimagerðu bakpokasprengjunum fjórum sprungu neðanjarðar með tortímandi afleiðingum.“

Hunt lýsir minnisvarðanum sem 52 stálstólpum sem hafi verið hannaðir til að tákna hið handahófskennda eðli missisins. Vitnar hann í Tessu Jowell, ráðherra á tíma árásanna, sem sagði hvern stólpa tákna einstaka manneskju og einstaka sorg.

„Minningarviðburðirnir snúast mjög svo um þessa sorg; um hina varanlegu upplifun af missi sem þjakar hina syrgjandi og um hina óuppfylltu framtíð þeirra 52 sem myrtir voru.“

<blockquote class="twitter-tweet">

reflecting &amp; remembering.. <a href="https://twitter.com/hashtag/10yearson?src=hash">#10yearson</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/7thJuly2005?src=hash">#7thJuly2005</a> <a href="http://t.co/G5bCiJFX1e">pic.twitter.com/G5bCiJFX1e</a>

— Lucy Bartholomew (@Lucybartholomew) <a href="https://twitter.com/Lucybartholomew/status/618353552902225920">July 7, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
David Cameron lagði blómsveig á minnisvarðann í Hyrde Park.
David Cameron lagði blómsveig á minnisvarðann í Hyrde Park. AFP
Stólparnir 52 tákna líf hinna látnu.
Stólparnir 52 tákna líf hinna látnu. AFP
Slasaðri konu er hjálpað út úr neðanjarðarlestarstöðinni við Aldgate.
Slasaðri konu er hjálpað út úr neðanjarðarlestarstöðinni við Aldgate. AFP
Blómsveigar við minnisvarðann í Hyde Park.
Blómsveigar við minnisvarðann í Hyde Park. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert