Nakin á sjálfsmynd við Eiffel turninn

Eiffel turninn
Eiffel turninn AFP

Svissneska listakonan og fyrirsætan Milo Moiré var handtekin í París á sunnudag eftir að hafa tekið sjálfsmynd (selfie) af sér nakinni með Eiffel turninn í baksýn.

Því þrátt fyrir að Eiffel turninn sé einn vinsælasti staðurinn fyrir sjálfsmyndir í heiminum þá eru takmörk fyrir því hvernig þær eru líkt og Moiré komst að á sunnudag. Hún er hins vegar vön því að afskipti séu höfð af gjörningum hennar en hún hefur ítrekað komið nakin fram.

Í fyrra vakti gjörningur hennar í Köln,  Moiré’s PlopEgg No.1, atygli en þar lét hún egg, fyllt með bleki og málningu, detta úr leggöngum sínum á striga. Árið 2013 vakti hún einnig athygli vegfarenda í Düsseldorf þegar hún tók lestina nakin. Moiré stefnir á að fremja svipaða gjörninga í London, Berlín og Madríd.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/wKFZOIv5sS0" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Moiré er ekki fyrsti listamaðurinn til þess að ögra gestum við Eiffel turninn í París því í september 2013 kom suðurafríski listamaðurinn Steven Cohen þangað, klæddur lífstykki og sokkaböndum með kynfæri sín fest við hana með borða. Gekk hann fram og til baka við turninn með hanann og vakti að vonum mikla athygli meðal ferðamanna. Hann var handtekinn og dæmdur fyrir sýniþörf.

Hér er hægt að skoða myndir af Milo Moiré fremja gjörninga sína.

 Vefur Milo Moiré

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/slsu54N7Unk?list=PLaGRl8l7pT5pAk1beWMvf_xxiAk90Jj_m" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Milo Moiré
Milo Moiré Af vef Milo Moiré
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert