„Ókunnugir björguðu lífi mínu“

Lundunarbúar standa í mínútu þögn fyrr í dag.
Lundunarbúar standa í mínútu þögn fyrr í dag. AFP

Íbúar Lundúna eru hvattir til að minnast fórnarlamba sprengjuárásanna í borginni þann 7. júlí 2005 með því að „ganga saman“.

Frétt mbl.is: Minnast framtíðar sem ekki varð

<blockquote class="twitter-tweet">

I am sad today #7/7 <a href="https://twitter.com/hashtag/walktogether?src=hash">#walktogether</a> <a href="http://t.co/kEwu90mls5">pic.twitter.com/kEwu90mls5</a>

— rosie (@mlor22) <a href="https://twitter.com/mlor22/status/618330030666608640">July 7, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/hashtag/walktogether?src=hash">#walktogether</a> Never to forget the victims of the 7/7 bombings. <a href="http://t.co/CH3DmkRT2C">pic.twitter.com/CH3DmkRT2C</a>

— sharon addison (@sherriebobbins) <a href="https://twitter.com/sherriebobbins/status/618301808134496256">July 7, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/hashtag/walktogether?src=hash">#walktogether</a> <a href="http://t.co/gkxOrli5fu">pic.twitter.com/gkxOrli5fu</a>

— Charlotte Jago (@charlotte_jago) <a href="https://twitter.com/charlotte_jago/status/618334573722791936">July 7, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

52 létust og yfir 700 slösuðust í árásunum sem áttu sér stað á fjórum lykilstöðum í borginni. Herferðin er skipulögð af þankatankinum British Future sem hvatti borgarbúa á leið í vinnuna til að fara út úr neðanjarðarlestunum áður en komið væri að stöðinni næst vinnustaðnum og ganga síðasta spölinn.

Herferðin er innblásin af deginum sjálfum þar sem þúsundir gengu heim eftir að almenningssamgöngur lokuðu. Notendur samfélagsmiðla hafa deilt fjölda mynda undir myllumerkinu #walktogether og klukkan 11:30 fór fram mínútu þögn þar sem neðanjarðarlestirnar stoppuðu.

Björgun óháð trú og uppruna

Trúarleiðtogar í borginni komu einnig saman í dag ásamt fólki sem lifði árásirnar af. Trúarleiðtogarnir voru fulltrúar kristni, íslam og gyðingdóms og héldu á skilti sem á stóð „Together“ (ísl. saman)

<iframe frameborder="0" height="600" src="https://vine.co/v/enA06I6qLKh/embed/simple" width="600"></iframe><script src="https://platform.vine.co/static/scripts/embed.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

„Ég trúi á mátt og andríki mannkynsins,“ segirGill Hicks, ein þeirra sem lifðu árásirnar af, í fréttatilkynningu um viðburðinn. „Ókunnugir björguðu lífi mínu, fólk sem gafst aldrei upp, fólk sem hætti lífi sínu til að bjarga mínu. Fyrir þeim var ég verðmætt, mennskt líf – björgun mín var ekki háð trú minni, litarafti, kyni eða auði.“ ITV greinir frá því að Hicks hafi óvænt hitt lögreglumanninn sem bjargaði henni á viðburðinum í dag. Segir ITV þau hafa fallist í faðma og grátið. Hicks var síðasta manneskjan sem bjargað var úr neðanjarðargöngunum á lífi en hún missti báða fótleggina í árásunum.

Hér má heyra frásögn Hicks af deginum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-D-V3Jl-hLM" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert