„Sjjj-ykur, ég er á leiðinni“

Emma Craig var 14 ára gömul og á leið í …
Emma Craig var 14 ára gömul og á leið í starfsþjálfun þegar sprengja um borð í lestinni hennar sprakk.

„Stundum finnst mér eins og fólk sé svo harðákveðið í því að setja fram þann áherslupunkt að hryðjuverk brjóti okkur ekki að það gleymir fólkinu sem flækist inn í þau.“

Þetta sagði Emma Craig, ein þeirra sem lifði af sprengjuárásirnar á London þann 7. júlí 2005 í áhrifamikilli ræðu í Hyde Park í dag en hún var aðeins 14 ára þegar þær áttu sér stað. 

Sjá frétt mbl.is: Hafsjór þjáninga

Aðeins fjölskyldur, eftirlifandi fórnarlömb og slökkviliðsmenn sem komu að björgunaraðgerðum þennan dag var boðið til athafnarinnar en þar að auki var Vilhjálmur Bretaprins viðstaddur fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Blómsveigar voru lagðir á minnisvarða um fórnarlömbin auk þess sem flutt var tónlist.

„Öll misstum við sakleysi okkar þennan dag, einfeldnina, hugsunina um að eitthvað svona geti aldrei gerst fyrir mig,“ sagði Craig sem barðist við ekkann allt frá því hún steig í pontu og hóf að segja frá reynslu sinni.

„Ég skildi ekki alveg hvað var í gangi, einhver sagði orðið sprengja en það gat ekki verið, er það?" Craig segist hafa haldið inni tárunum eins og sú fullorðna manneskja sem hún þóttist vera allt þar til hún náði sambandi við mömmu sína sem hringdi í hana þar sem hún hafði heyrt af sprengingunum. „Og ég sagði „Mamma ég var þarna, ég var í lestinni“. Mamma mín blótar ekki svo það eina sem ég man eftir að hún hafi sagt var „Sj-ykur, ég er á leiðinni“.“

Craig sagðist ekki geta sagt eins og margir aðrir að árásirnar hafi breytt lífi sínu á jákvæðan hátt þar sem þær voru og eru stór hluti af mótunarárum hennar, æsku og unglingsárum.

„Mjög oft segir fólk „Þau brutu okkur ekki, hryðjuverk munu ekki brjóta okkur“. Staðreyndin er að þau brutu kannski ekki Lundúni, en þau brutu sum okkar.“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/E5G0fGeqKCE" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

 Sjá frétt mbl.is: „Ókunnugir björguðu lífi mínu“

Margir aðstandenda hinna látnu, sem og eftirlifandi fórnarlömb, féllust í …
Margir aðstandenda hinna látnu, sem og eftirlifandi fórnarlömb, féllust í faðma við athöfnina í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert