Stofnandi Grooveshark fannst látinn

Grooveshark.
Grooveshark.

Josh Greenberg, annar tveggja stofnenda tónlistarveitunnar Grooveshark, fannst í gær látinn á heimili sínu aðeins 28 ára gamall. 

Lögreglan í bænum þar sem hann bjó segir að ekkert glæpsamlegt hafi átt sér stað, né heldur sé um sjálfsvíg að ræða.

Í apríl á þessu ári var vefsíðu Grooveshark lokað vegna málaferla fjölda tónlistarframleiðenda gegn henni. Dómstóll í Bandaríkjunum komst svo fyrir stuttu að því að vefsíðan væri bótaskyld. Alls á hún yfir höfði sér 736 milljóna dollara skaðabótakröfu.

Þegar mest lét störfuðu 145 manns hjá vefsíðunni. Þegar henni var lokað skrifuðu stofnendur síðunnar á síðu félagsins: „Þrátt fyrir að við höfum verið í góðri trú gerðum við alvarleg mistök. Við sóttum ekki um leyfi til að birta fjölda tónverka. Það var illa gert af okkur og við biðjumst afsökunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert