1200 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

Flóttamenn koma til hafnar á Sikiley á Ítalíu.
Flóttamenn koma til hafnar á Sikiley á Ítalíu. AFP

Alls voru 1200 flóttamenn sóttir á Miðjarðarhafið í dag og var farið með þá til Sikileyjar. 

Norska flutningaskipið Siem Pilot er við björgunarstörf á hafinu og sótti það um 700 flóttamenn og flutti til hafnar í Palermo. Á meðal flóttamannanna voru 27 börn. Írska gæsluskipið Le Niamh er einnig að störfum á hafinu og sótti það 468 flóttamenn og flutti til bæjarins Pozzallo á Sikiley. 

Margar Evrópuþjóðir hafa svarað kalli Ítala um aðstoð við að bjarga flóttamönnum sem freista þess að sigla frá Norður Afríku til Ítalíu á allt of fullum skipum. Alls er talið að 1900 flóttamenn hafi látið lífið það sem af er þessu ári á hafinu hættulega en 150 þúsund manns eru taldir hafa komist alla leið. 

Sjá frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert